Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni á Hrafnaþingi


Rannsóknir á erfðamengjum villtra dýra munu gegna mikilvægu hlutverki í verndarlíffræði til að meta erfðabreytileika og finna litningasvæði sem svarar vali í aðlögun. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson

Kristinn P. Magnússon, sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni á Hrafnaþingi miðvikudaginn 23. mars kl. 15:15 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ (sjá kort).

 

Sjá nánar um erindið

Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings