Bernarsamningurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu 30 ára. Aðildarríki orðin 50 að tölu og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins

Trausti Baldursson, frá Náttúrufræðistofnun, sat fundinn fyrir Íslands hönd. Snorri Baldursson, frá Náttúrufræðistofnun og formaður sérfræðinganefndar Bernarsamningsins um loftslagsbreytingar og líffræðilega fjölbreytni, flutti skýrslu nefndarinnar á fyrsta degi fundarins.

Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum og má sjá þær í fundargerð 29. fundar (pdf).


Frá opnunarathöfn fundarins. Fulltrúar svissneskra stjórnvalda og Evrópuráðsins ásamt Jóni Gunnar Ottóssyni, forseta samningsins (sem situr fyrir miðju).