Gagnasjá með gróðurkortum af Íslandi á vefnum

Starfsmenn gróðurkortagerðar Náttúrufræðistofnunar sáu um skönnun og landfræðilega staðsetningu kortanna en Loftmyndir ehf. komu kortunum á vefinn. Gagnasjáin vinnur á “Geomedia Web Map” hugbúnaði og er hýst á vefþjóni sem Loftmyndir ehf. reka.

Þótt kortin séu komin á vefinn og orðin aðgengileg á enn eftir að setja skýringar við þau og virkja notendaviðmót sem býður t.d. upp á lengdar- og flatarmálsmælingar af kortunum. Hægt er að fara inn á vefsjána í gegnum nýja heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.