Upplýsingastefna

Upplýsingastefna Náttúrufræðistofnunar er mikilvægur hluti af almennri stefnumótun stofnunarinnar.

1 Meginmarkmið upplýsingastefnu Náttúrufræðistofnunar

Út á við:

  • Almenningur og fjölmiðlar eigi þess kost að fylgjast með starfsemi Náttúrufræðistofnunar og að traust ríki í samskiptum þeirra
  • Miðla fróðleik um fræðasvið stofnunarinnar

Inn á við:

  • Starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum innan stofnunarinnar og séu meðvitaðir um helstu verkefni hennar
  • Ábyrgð og verkaskipting í upplýsingamálum sé starfsmönnum ljós
  • Auðvelda samskipti milli starfsmanna og hvetja til umræðu og skoðanaskipta

Forstöðumaður upplýsingadeildar ber ábyrgð gagnvart forstjóra á framkvæmd stefnunnar út á við. Aðrir forstöðumenn bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar, hver innan sinnar deildar. Öllum starfsmönnum stofnunarinnar ber í daglegum störfum sínum að veita sem gleggstar upplýsingar um þjónustu og hlutverk hennar.

2 Framkvæmd

2.1 Ytra upplýsingaflæði
Með ytra upplýsingaflæði er átt við fræðslu og upplýsingar sem beinast að almenningi, stjórnvöldum, mennta- og fræðasamfélaginu. Helstu leiðir eru:

  • Vefsíða Náttúrufræðistofnunar
  • Útgefið efni svo sem Fjölrit Náttúrufræðistofnunar, skýrslur, kort og bæklingar
  • Umsagnir um frumvörp og ýmis stjórnsýsluerindi
  • Fræðsluerindi, m.a. Hrafnaþing
  • Fréttatilkynningar og viðtöl við fjölmiðla

2.2 Innra upplýsingaflæði
Með innra upplýsingaflæði er átt við fræðslu og upplýsingar sem beinast að starfsmönnum stofnunarinnar.  Helstu leiðir eru:

  • Starfsmannafundir og miðlun fundargerða
  • Innri vefur stofnunarinnar
  • Fréttabréf – NÍ-fréttir
  • Námskeið sem stofnunin heldur fyrir starfsfólk sitt

3 Upplýsingagjöf við sérstakar aðstæður

Ef upp koma sérstakar aðstæður sem þykja fréttnæmar skal gera forstöðumanni upplýsingadeildar viðvart, sem mun ákveða og samræma upplýsingagjöf til fjölmiðla.