Gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 412/2018 er ákvörðuð af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er auglýst í Stjórnartíðindum.

GJALDSKRÁ
fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

1. gr.

Gjald fyrir útselda vinnu sérfræðings.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald samkvæmt gjaldskrá þessari fyrir rannsóknir og ráðgjöf sem falla undir 4. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992. Gjald fyrir hverja klukkustund skal vera eftirfarandi án vsk:

a) Fyrir sérfræðinga I kr. 14.950
b) Fyrir sérfræðinga II kr. 13.350
c) Fyrir sérfræðinga III kr. 11.750

2. gr.

Skordýra- og sveppagreiningar.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald fyrir greiningu á skordýrum og sveppum samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 2.900 fyrir skordýragreiningu til almennings.

Gjaldið skal vera kr. 5.700 fyrir sveppagreiningu til almennings.

3. gr.

Útgáfa rita.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald fyrir útgáfu rita samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992. Gjald fyrir hvert rit skal vera eftirfarandi án vsk:

a) Fyrir fjölrit Náttúrufræðistofnunar kr. 1.700
b) Fyrir Blika kr. 2.000

4. gr.

Önnur þjónusta.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald vegna úgáfu á útflutningsleyfi fyrir rannsóknarsýni samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 41.870.

5. gr.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald vegna útgáfu á útflutningsleyfi til almennings fyrir minjagripi og uppstoppuð dýr samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 5.960.

6. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 385/2017 fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands. 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 24. apríl 2018.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Stefán Guðmundsson.

 

B deild - Útgáfud.: 27. apríl 2018

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |