Plöntu- og sveppasafn

Í plöntu- og sveppasöfnum Náttúrufræðistofnunar Íslands eru varðveitt um 200 þúsund eintök, þar af eru rúmlega 150 þúsund skráð í gagnagrunna. Söfnunum er skipt eftir lífveruhópum í safn æðplantna, mosa, flétta, sveppa og þörunga. Safneintök eru varðveitt þurrkuð og innihalda söfnin stóran hluta íslenskra tegunda. Tilgangur safnanna er að varðveita eintök allra íslenskra plöntu- og sveppategunda til að sýna breytileika þeirra og útbreiðslu. Söfnin eru einkum nýtt við rannsóknir í flokkunarfræði, líflandafræði og þróunarsögu.

Æðplöntu- og mosasafnið er að meginhluta varðveitt í safnaskála stofnunarinnar í Garðabæ en mestur hluti sveppasafnanna (að meðtöldum fléttum), auk allstórs æðplöntusafns, er varðveittur á stofnuninni á Akureyri.

Plöntu- og sveppasöfnin eru skráð í gagnagrunn samkvæmt Darwin Core-staðli. Hægt er að nálgast hluta af gögnunum, þar á meðal lýsingu á tegundum og útbreiðslu þeirra, á staðreyndasíðum í flokkunarkerfi lífríkis og á vefnum Flóra Íslands. Þeim er einnig miðlað á erlendum vefjum  eins og Global Biodiversity Information Facility (Gbif) og Encyclopedia of Life (EOL).

Eintök úr safninu eru lánuð tímabundið til rannsókna eða á sýningar samkvæmt reglum Náttúrufræðistofnunar Íslands um gripalán

 Hlutfallsleg skipting eintaka sem lýsir umfangi plöntu- og sveppasafnsins: Háplöntur 68000, háplöntur (erlend sýni) 30000, Mosar 50000, Fléttur 20000, Sveppir 15000, Þörungar 4500

Hlutfallsleg skipting eintaka sem lýsir umfangi safnsins

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |