Seljalandsfoss og Gljúfrabúi

Einstaklega fallegir fossar í vesturhlíð Eyjafjalla, mikill straumur ferðamanna. 

Lýsing

Seljalandsfoss og Gljúfrabúi eru fallegir fossar á Suðurlandi, í vesturhlíð Eyjafjalla. Seljalandsfoss er meðal hæstu fossa á landinu og fellur 60 m fram af hamrabrún í einu falli. Gljúfrabúi er nánast lokaður af með hamraþili, um 40m hár og fellur ofan í gljúfur. Sérkennilegur og fallegur. Hlíðin á milli fossana er afar gróin og falleg. Hamrar Seljalandsfoss eru fornir sjávarhamrar, móberg er ráðandi í berglögum við fossanna en á bakvið Seljalandsfoss má einnig finna jökulberg og slettur af Hamragarnarhrauni sem rann niður heiðina milli Gljúfurár og Seljalandsár. Hraunlagið liggur efst á brúninni en milli þess og móbergsins sem liggur neðst er kubbabergslag. Hraunið rann á forsögulegum tíma, aldur er um 3500 ára.  Móbergið er frá síðasta jökulskeiði.

Mikill straumur ferðamanna liggur um svæðið og stendur til að auka þjónustu á svæðinu. Stefnt er á að hafa jarðminka rask í lágmarki. 

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Seljalandsfoss og Gljúfrabúi Aðrar náttúruminjar
Náttúruverndarlög Aðrar náttúruminjar

Fleiri myndir

Flokkun

Virk ferli - Vatnafar og jöklar

Jarðsaga

Skeið: Forsögulegur tími
Tími: Nútími
Aldur: 3500