Hrafnaþing: Landslagsbreytingar á Íslandi: sögulegt loftmyndakort LMÍ

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 22. nóvember kl. 15:15–16:00, mun Sydney R. Gunnarsson sérfræðingur fjarkönnunar hjá Landmælingum Íslands flytja erindið „Landscape Changes in Iceland: Historical Aerial Imagery Map // Landslagsbreytingar á Íslandi: sögulegt loftmyndakort LMÍ“.

Í nær heila öld hefur loftmyndum verið safnað á Íslandi til að leggja mat á landslagsbreytingar. Sem betur fer hefur mikið af því verðmæta safni, sem spannar um 80 ár eða aftur til ársins 1939, verið varðveitt á kvikmyndaformi í Loftmyndasafni Landmælinga Íslands. Nú hafa Landmælingar opnað aðgengi að þessum myndum á stafrænu formi í Loftmyndasjá, sem er nýtt opið vefkort með sögulegum loftmyndum. Í Loftmyndasjá geta notendur borið saman myndefni frá ári til árs á vefnum eða með GIS-hugbúnaði og jafnvel hlaðið niður myndum til notkunar í rannsóknum, útgáfum eða skýrslum. Núna eru komin í Loftmyndasjá um 10% af heildarsögusafni LMÍ og vikulega bætast við fleiri gögn. Dæmi um notkun gagnanna eru meðal annars að fylgjast með jöklabreytingum, eldgosum, jarðvegsrofi/vistfræðilegum breytingum, þéttbýlismyndun, eignarhaldi á landi og margt fleira.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.