Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi

Æðplöntulistinn byggist fyrst og fremst á viðamiklum plöntusöfnum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem varðveitt eru á Akureyri og í Garðabæ. Árið 2008 gaf stofnunin út sambærilegt rit, Íslenskt plöntutal eftir Hörð Kristinsson, sem hingað til hefur verið mikilvægur grunnur að rannsóknum á fjölbreytileika og flokkun íslenskra æðplantna. Listinn sem nú er gefinn út tekur þeim eldri fram að því leyti að bætt er við umtalsverðum upplýsingum, meðal annars um fjölda tegunda og annarra flokkunareininga eftir sem við á, og samheitum þeirra. Ættir eru settar fram samkvæmt kerfisbundinni röð en innan þeirra eru tegundir skráðar í stafrófsröð.

Eldri útgáfur af Fjölriti Náttúrufræðistofnunar