Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19

Á vefnum má finna ýmiss konar upplýsingar um stofnunina, hlutverk hennar og verkefni. Þar er gott aðgengi að margvíslegum fróðleik um náttúru Íslands, boðið er upp á öfluga leit og aðgangur veittur að nokkrum af gagnasöfnum stofnunarinnar. Þannig er til dæmis hægt að rekja sig eftir flokkunartré íslenska lífríkisins, leita eftir einstökum tegundum eða hópum lífvera. Einnig er að hægt að skoða kortasjár með vistgerðum, mikilvægum fuglasvæðum, selalátrum, jarðfræði, tilnefningum á náttúruminjaskrá og svæði er njóta sérstakrar verndar.

Að auki heldur stofnunin út síðum á Facebook, Instagram þar sem reglulega eru birt innslög, og á Youtube-rás stofnunarinnar má nálgast erindi sem haldin hafa verið á Hrafnaþingi.