Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

Náttúrustofa Austurlands vaktar ástand gróðurs í 42 rannsóknarreitum á Snæfellsöræfum og 30 á Fljótsdalsheiði vegna hugsanlegra áhrifa Kárahnjúkavirkjunar, einkum Hálslóns. Meginmarkmiðið er að kanna langtímabreytingar á gróðri. Í erindinu verður rýnt í niðurstöður vöktunarinnar hingað til og fjallað um þá umhverfisþætti sem gróðurbreytingarnar stjórnast mögulega af.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!