Hrafnaþing: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

Bleikjan í Mývatni er sérstakur stofn sem um skeið var svo fáliðaður að hætta var á að hann hyrfi. Fylgst er náið með honum með rannsóknanetum og unnið er að reiknilíkani sem bætir skilning okkar á stofnbreytingum. Með drónatækni má nú einnig fylgjast með hrygningarvirkni fiskanna á riðastöðvum þeirra. Í erindinu verður fjallað um notkun þessarar tækni við silungsrannsóknir í Mývatni.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!