Hrafnaþing: Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg

Í fyrirlestrinum verður greint frá niðurstöðum nýlokinna rannsókna á framvindu gróðurs á svæðum þar sem alaskalúpína hefur vaxið og breiðst út um áratuga skeið. 

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.