Íslenski refurinn á Vísindavöku Rannís

Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu „Researchers' Night“. Markmið með Vísindavöku er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

Á Náttúrufræðistofnun Íslands eru stundaðar rannsóknir á íslenska refastofninum með það að meginmarkmiði að fylgjast með stofnbreytingum hans. Rannsóknir á stofnstærð íslenska refastofnsins byggist að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land sem senda stofnuninni hræ af felldum dýrum til krufninga. Þannig fæst gott þversnið af stofninum því hræ eru send inn af öllum svæðum og árstímum. Dýrin eru aldursgreind og með svokallaðri aldurs-afla aðferð og gögnum úr veiðiskýrslum er stofnstærð metin.

Á Vísindavöku fá gestir að kynnast íslenska refnum og fá innsýn rannsóknir honum tengdum. Gestir fá meðal annars að spreyta sig í aldursgreiningum refa með því að skoða þunnsneiddar tennur í smásjá, og ýmislegt fróðlegt tengt refnum verður til sýnis. Spendýravistfræðingurinn Ester Rut Unnsteinsdóttir verður á staðnum og svarar spurningum gesta.

Vöktun refastofnsins

Melrakki

Vísindavaka