Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við jökla á Suðausturlandi

Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur flytur erindið „Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við hörfandi jökla á Suðausturlandi og samanburður við ung Hekluhraun á Hrafnaþingi“ miðvikudaginn 2. desember kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsókna á gróðurframvindu og jarðvegsmyndun við Skaftafellsjökul og Breiðamerkurjökul sem fram fóru 2010–2012. Meðal annars voru könnuð tengsl milli eiginleika jarðvegsins, aldurs jökulurðarinnar, gróðurþekju og landslags og sérstök áhersla lögð á uppsöfnun kolefnis í jarðveginum. Loks verða niðurstöður lauslega samanbornar við mælingar á framvindu í ungum Hekluhraunum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!