Nýfundið myndefni frá Surtseyjargosi á Hrafnaþingi

Kvikmyndirnar eru frá upphafi eldsumbrota í Surtsey og eru fyrstu myndirnar teknar 18. nóvember 1963 eða aðeins fjórum dögum eftir að gossins varð vart. Myndirnar eru teknar úr flugvél, af skipi og fyrst eftir að farið var í land í Surtsey.

Í tilefni af sýningu myndanna munu Sólveig Jakobsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Sveinn Jakobsson jarðfræðingur segja nokkur orð og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sýnir upptökurnar.

Að lokinni sýningu verða kvikmyndirnar afhentar Surtseyjarfélaginu til eignar en Náttúrufræðistofnun Íslands mun sjá um varðveislu þeirra.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!