Frjómælingum
lokið í ár


Sölnandi gras í Urriðaholti í ágúst 2012. Ljósm. Margrét Hallsdóttir

Í Urriðaholti í Garðabæ fóru frjómælingar fram þriðja árið í röð. Þar mældust samtals 4237 frjókorn á tímabilinu 9. apríl til 30. september, sem er talsvert meira en í fyrra. Mest var um birki- og grasfrjó en aspar- og súrufrjó voru færri en árin á undan. Þann 11. júní var mestur fjöldi frjókorna í lofti eða 633 en á þeim tíma var fjöldi birkifrjókorna í hámarki.

Á Akureyri mældust 3030 frjókorn á tímabilinu 19. apríl til 30. september. Þetta var fimmta sumarið frá upphafi mælinga sem heildarfrjómagn fór yfir 3000. Grasfrjó voru algengust og þá birki, en bæði mældust yfir meðallagi. Súrufrjó voru í meðaltali en asparfrjó voru fá. Flest frjókorn voru í lofti þann 13. ágúst en þann dag voru grasfrjó í hámarki.

Í samantekt má lesa nánar um niðurstöður frjómælinga 2013. Þar má einnig skoða myndrit sem sýnir hvernig heildarfrjómagn breytist frá ári til árs í Reykjavík á árunum 1988-2013, í Garðabæ 2011-2013 og á Akureyri 1998-2013. Einnig eru sett fram frjódagatöl 2013 fyrir birki- og grasfrjó í Reykjavík, Garðabæ og á Akureyri. Einnig má nálgast ársyfirlit og fréttatilkynningar fyrir einstaka mánuði sem pdf-skjöl.

Árið 2014 er gert ráð fyrir að frjómælingar hefist um miðjan apríl með sama móti og í ár.