Rjúpur
á Vísindavöku

Á sýningunni voru veggspjöld með almennum upplýsingum um rjúpur, vöktun rjúpnastofnsins, tengsl fálka og rjúpu og sníkjudýr í rjúpum. Rjúpur í sumar- og vetrarbúningi voru til sýnis, auk fálka. Gestir fengu að spreyta sig í að aldursgreina rjúpur á vængjum og myndum í tölvu. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur var á staðnum og svaraði spurningum áhugasamra.

Hægt er spreyta sig á vefsíðunni Prófaðu að aldurs- og kyngreina rjúpur!

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Rjúpur þar sem finna má ýmsar upplýsingar um íslenskar rjúpur og rannsóknir á þeim.

Að neðan má sjá myndir frá sýningarbás Náttúrufræðistofnunar.


Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur fræðir áhugasama gesti um rjúpuna. Ljósm. Anette Th. Meier.


Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur spjallar við gest á Vísindavöku. Ljósm. Anette Th. Meier.


Áhugasöm stúlka skoðar ólíka búninga rjúpunnar. Ljósm. Anette Th. Meier.


Bæklingurinn Rjúpan