Rjúpan á Vísindavöku 2013

Rjúpa á flugi. Ljósm. Ólafur K. Nielsen.

Á Náttúrufræðistofnun Íslands eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir á rjúpum. Stofninn er vaktaður með talningum, aldursgreiningum og veiðiskýrslum og niðurstöðurnar notaðar til að lýsa stofnbreytingum, ráða í afföll, reikna heildarstofnstærð og veita ráðgjöf um nytjar. Einnig eru í gangi rannsóknir á heilbrigði íslensku rjúpunnar í þeim tilgangi að kanna tengsl þess við stofnbreytingar og rannsóknir á samspili fálka og rjúpu. Á Vísindavöku fá gestir að kynnast rjúpunni og einkennum hennar og fá innsýn íslenskar rjúpnarannsóknir. Gestir fá að spreyta sig í aldursgreiningum fuglanna og ólíkir búningar rjúpunnar verða sýndir. Fuglafræðingurinn Ólafur Karl Nielsen verður á staðnum og svarar spurningum gesta. Nánar má fræðast vöktun íslenska rjúpnastofnsins á vef Náttúrufræðistofnunar.

Vísindavaka Rannís 2013.

Rannís stendur nú fyrir Vísindavöku í níunda sinn en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Markmiðið með Vísindavöku er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

Vísindavakan sem haldin er í Háskólabíói við Hagatorg stendur frá kl. 17.00 til kl. 22.00. Frekari upplýsingar um Vísindavöku er að finna á vef Rannís. Einnig er svokallað Vísindakaffi haldið í Reykjavík, Sandgerði og Húsavík dagana fyrir Vísindavöku.