Nýting
jarðhita – Eru ráðgjafar á hálum ís?


Reykjanesvirkjun, 18. maí 2006. Ljósm. Kristján Jónasson.

Í erindinu kom fram að upp úr síðustu aldamótum hafi kviknað sú þjóðsaga í íslenskri þjóðfélagsumræðu að umhverfisáhrif jarðvarmaorkuvera væru töluvert minni en umhverfisáhrif vatnsorkuvera. Röksemdir sem fylgdu hafi takmarkast við flatarmál þess lands sem raskast við virkjun. Miðlunarlón vatnsorkuvera séu yfirleitt stærri en flest háhitasvæði og með þeim rökum einum hafi jarðvarmaorkuver á skömmum tíma orðið nánast umhverfisvæn.

Þeir Sigmundur og Kristján benda á að miklar væntingar til orkuvinnslu úr háhitasvæðum megi m.a. rekja til þess að ráðgjafar á sviði jarðhita hafi vakið falskar vonir með óheppilegum yfirlýsingum í fjölmiðlum. Þeir hafi haft sterka tilhneigingu til að fegra slík verkefni með vafasömum fullyrðingum um að gnótt væri af ódýrri og endurnýjanlegri grænni orku. Verulega hafi skort á raunsæi og framtíðarsýn og jafnvel sé hægt að tala um pólitíska misnotkun fagþekkingar.

Ágrip erindisins, sem birtist í útgefnu ráðstefnuhefti

Glærur sem notaðar voru við flutning erindisins