Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða á Hrafnaþingi


Nýmerktur flórgoði. Dægurritinn er festur við plastmerki á vinstri fæti. Hefðbundið stálmerki er á hægri fæti. Ljósm. Yann Kolbeinsson.

Árið 2009 hóf Náttúrustofa Norðausturlands að merkja flórgoða og festa á þá svokallaða dægurrita (e. geolocator) til þess að rannsaka farhætti fuglanna og vetrarstöðvar. Hefur verkefninu verið haldið áfram síðan með því að merkja nokkra fugla árlega. Dægurritar safna upplýsingum um birtutíma og út frá þeim upplýsingum er hægt að reikna staðsetningu, náist merkið aftur. Alls hafa nú 46 flórgoðar verið merktir með dægurritum og hafa 15 þeirra endurheimst nú þegar. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður sem dægurritarnir hafa skilað fram að þessu.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013