Útbreiðsla og fæða hvala á Hrafnaþingi


Hrefna. Ljósm. Gísli A. Víkingsson.

Í erindinu verður fjallað um breytingar á útbreiðslu hrefnu, Balaenoptera acutorostrata, á landgrunnssvæði Íslands en tegundinni hefur fækkað talsvert á síðustu áratugu. Einnig hafa breytingar átt sér stað á útbreiðslu nokkurra annarra hvalategunda, s.s. steypireyðar, langreyðar og hnúfubaks, á landgrunnssvæði Íslands. Ekki er talið ólíklegt að þessi þróun endurspegli breytingar á fæðuframboði, sem aftur gætu tengst hækkur á hitastigi sjávar við landið. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á fæðu hrefnu við Ísland á árunum 2003-2007 og þær bornar saman við eldri gögn frá árunum 1977-1984.

Nánari umfjöllun um erindið.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013