Undir mistilteininum á Hrafnaþingi


Nærmynd af mistilteini í blóma. Ljósm. Borgþór Magnússon, 2011.

Mistilteinar er fjölbreyttur og mjög útbreiddur hópur sníkjuplantna sem mynda sérkenninlega brúska í trjákrónum. Ísland er norðan útbreiðslumarka evrópska mistilteinsins (Viscum album) en hann vex á Bretlandseyjum, í suðurhluta Skandinavíu, austur um Evrópu og Asíu. Frá ævafornri tíð hafa sagnir og átrúnaður tengst mistilteini. Í norrænni goðafræði er hann mikill örlagavaldur. Baldur hinn hvíti, er hvorki vopn né viðir fengu grandað, féll fyrir mistilteini sem skotið var að honum að undirlagi Loka. Í Bretlandi og öðrum enskumælandi löndum er mistilteinn eitt af einkennum jóla. Þar eru hengdar upp greinar af mistilteini fyrir jólin, húsum til verndar og fólki til gæfu. Undir mistilteininum leyfist jafnframt piltum að stela kossi af stúlkum. Þessir siðir hafa breiðst út víðar um lönd í seinni tíð. Mistilteinn er talinn hafa lækningarmátt.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Í erindinu verða týndir saman nokkrir fróðleiksmolar um líffræði mistilteins og siði honum tengdum.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013