Blávatn á Hrafnaþingi


Líffræðingar við störf við Blávatn á Oki. © Nat.Hist.Mus.Kop

Í erindinu verður fjallað um nýjasta stöðuvatns landsins sem myndast hefur í gíg Oksins í Borgarfirði á allra síðustu árum. Tilurð vatnsins er rakin til loftslagshlýnunar og jökulbráðnunar. Vatnið er um 10 ha að stærð og mesta dýpi um 4,5 m. Fyrst varð vart við vatnið sumarið 2007 og er ekki vitað til þess að eiginlegt stöðuvatn hafi verið þar áður. Í kjölfar fundarins hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs vaktað vatnið og í ágúst 2010 var farinn þangað all ítarlegur rannsóknarleiðangur. Í erindinu verður greint frá ýmsu sem varðar vatnafars- og vatnaformfræðilega þætti og kynntar fyrstu niðurstöður sem lúta að líffræði þessa unga og lítt mótaða vistkerfis.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð kl. 15:15-16:00. Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!