Hrafnaþing hefst að nýju


Afsteypa af leðurskjaldbökunni sem fannst í Steingrímsfirði árið 1963. Ljósm. Anette Th. Meier

Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 5. október kl. 15:15. Að þessu sinni verður ekki um hefðbundið fræðsluerindi að ræða heldur verður á gamansaman hátt rifjaður upp sá stóratburður þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Skjaldbakan var 2 metrar og 375 kg og þótti mikið sæskrímsli.  Fluttur verður einleikur sem ber heitið Skjaldbakan en verkið er flutt af Smára Gunnarssyni leikara og samið í samstarfi við leikstjórann Árna Grétar Jóhannsson.

Skjaldbakan sem um ræðir er varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands og verður hún á staðnum meðan á sýningu stendur.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð kl. 15:15. Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings á haustmisseri 2011