Reglur um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda

Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 400 metra hæðar yfir sjó en áður voru hæðarmörk miðuð við 500 metra.

Þær landslagsgerðir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. grein V. kafla náttúruverndarlaga nr. 44/1999 eru a. eldvörp, gervigígar og eldhraun, b. stöðuvötn og tjarnir (1000 fm að stærð eða stærri), c. mýrar og flóar (3 hektarar að stærð eða stærri), d. fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur, svo og hrúður og hrúðurbreiður, 100 fm að stærð eða stærri og e. sjávarfitjar og leirur.

Plöntutegundir sem teljast til íslensku flórunnar hafa verið skilgreindar og eru þær alls 438. Jafnframt hefur verið birtur listi yfir útlendar plöntutegundir sem óheimilt er að flytja til landsins og eru þær alls 15.


Hæðarmörk á ræktun útlendra tegunda. [Smellið á mynd til að stækka]

REGLUGERÐ um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda

Breytingar: