Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í apríl og maí


Birkireklar. ©MH

Framundan er frjótími grasa, túnsúru og hundasúru. Í júní eru frjótölur oftast lágar en geta farið yfir 10 þegar kemur fram í miðjan mánuðinn. Á stöðum þar sem gras er
látið óslegið og það fær að blómgast og vaxa úr sér verða frjótölur þó mun hærri. Á Íslandi er grasofnæmi algengasta frjóofnæmið.

Frjótölur birtast á síðu 193 í Textavarpinu. Einnig birtast frjótölur birki- og grasfrjóa á vef NÍ á síðunni Frjómælingar 2011 sem súlur á myndritum strax og frjótölur liggja fyrir. Þar má sjá hvernig sumarið í ár kemur út m.t.t. frjómælinga fyrri ára á birkifrjóum og grasfrjóum.

Sjá nánar fréttatilkynningu (pdf)