Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á Íslandi


Gróðurstuðull (NDVI) fyrir Ísland 1982 – 2010. Punktar sýna meðaltal hámarksgilda hvers árs fyrir 893 reiti (12,4 x 12,4 km) sem ná yfir allt landið.

Við greininguna voru notuð gögn þar sem landinu öllu er skipt upp í 893 reiti. Hver þeirra er 154 km2 (12,4 x 12,4 km) að flatarmáli og afmarkaður af gervitunglinu. Fyrir hvert ár voru tekin hæstu gildi sumars í hverjum reit. Þegar meðaltal þessara hámarksgilda fyrir landið allt eru skoðuð (línurit) kemur í ljós nokkur aukning gróðurs frá árinu 1982 til 2000. Árið 2001 verður hins vegar mikið stökk upp á við. Hæsta meðalgildi fyrir landið mældist árið 2010 og er það tæplega 50% hærra en gildið frá árinu 1982.


Reiknuð meðalbreyting á lífmassa gróðurs á Íslandi 1982 – 2010. Útreikningar byggja á rannsóknum á heimskautasvæðum utan Íslands og ber því að taka með fyrirvara.

Út frá gögnunum var unnið kort af landinu sem sýnir reiknaða breytingu á lífmassa gróðurs. Þessir útreikningar byggjast á rannsóknum sem Martha K. Raynolds o.fl. hafa gert á uppskeru gróðurs á norðurslóðum og samsvörun hans við gróðurstuðulinn (NDVI). Kortið sýnir að gróðurbreytingar eru mjög ólíkar eftir landshlutum. Mestar breytingar hafa orðið á vesturhluta landsins, vestan línu sem dregin er frá austanverðum Skaga til suðvesturs um Þingvelli til Ölfuss. Minnstar breytingar hafa hinsvegar orðið á Norðausturlandi og Austurlandi. Þegar einstök svæði eru skoðuð mælist mikil aukning á sunnanverðum Vestfjörðum, talsverð á Skaga og á Húnvetnsku heiðunum. Þá hefur gróður aukist víða á Snæfellsnesi og í Dölum. Einnig ofarlega í Borgarfirði og á hálendinu vestan og suðvestan Langjökuls, t.d. á Arnarvatnsheiði og á landi vestan Þórisjökuls. Á Suðvesturlandi hefur gróður aukist mest á heiðunum suðvestur af Þingvallavatni og á norðanverðum Reykjanesskaga. Annars staðar á landinu eru allnokkur svæði bæði á hálendi ogUppblásnar moldir við Heygil á Hrunamannaafrétti árið 1983

Rannsóknasvæðið í Heygili sumarið 2010 Uppblásnar moldir við Heygil á Hrunamannaafrétti árið 1983 er rannsóknir hófust þar. Svæðið er í 270 m h.y.s. Ljósmynd: Ásdís B. Stefánsdóttir. Rannsóknasvæðið í Heygili sumarið 2010. Moldirnar hafa gróðið upp af sjálfu sér, bæði innan og utan girðingar. Ljósmynd: Sigurður H. Magnússon.

Þeir Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon hafa unnið að greiningu og túlkun gervitunglagagnanna með Martha K. Raynolds. Stefnt er að því að ljúka grein um niðurstöðurnar og birta síðar á árinu. Martha hefur undanfarna mánuði verið í rannsóknaleyfi á Íslandi og hefur haft aðsetur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Dvöl hennar er styrkt af Fulbright-stofnuninni. Martha hélt fyrirlestur um rannsóknir sýnar á Hrafnaþingi í vetur sem leið og einnig námskeið um fjarkönnun á Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Heimild: Uma S. Bhatt o.fl. 2010. Circumpolar Arctic Tundra Vegetation Change is linked to Sea Ice Decline. Earth Interactions 14: 1–20. PDF