Erfðafræðirannsóknir á fálka og rjúpu

Verkefnið er meistaraverkefni Láru Guðmundsdóttur og er liður í að þróa aðferðir til að geta kyngreint og einstaklingsgreint fugla með erfðaefni úr fjöðrum. Kristinn P. Magnússon, sameindalíffræðingur á Náttúrufræðistofnun og dósent við Háskólann á Akureyri, er leiðbeinandi Láru og eru þau í samstarfi við Ólaf K. Nielsen, vistfræðing á Náttúrufræðistofnun, sem hefur rannsakað vistfræði bæði rjúpu og fálka síðastliðin 30 ár.

Pétur Halldórsson spjallaði við Kristinn um verkefnið í þættinum Vítt og breitt á Rás 2 þann 4. janúar. Hægt er að hlusta á þáttinn á vefnum í 4 vikur frá útsendingu.



Asparglytta. ©EÓ



Asparglytta. ©EÓ

Rjúpa. Ljósm. Daníel Bergmann Fálki. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson


Á síðustu árum hafa verið stundaðar fjölbreytilegar erfðarannsóknir á rannsóknastofu sem rekin er af Náttúrufræðistofnun, Háskólanum á Akureyri, Matís og fleiri stofnunum á Borgum á Akureyri. Má þar nefna sambýli baktería og sveppa í fléttum, rauntímatjáningu í þorski og lúðu, 16s raðgreiningu á bakteríum og þörungum og þróunarsögugreiningar á fléttum. Ljóst er að erfðafræðin verður notuð mikið í framtíðinni til að meta líffræðilegan fjölbreytileika.