Listi yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi - Nýtt Fjölrit komið út


Smellið á mynd til að fá PDF-skjal.

Plöntutalið nær yfir rúmlega 100 ára tímabil, þ.e. frá því að undirbúningur við 1. útgáfu Flóru Íslands hófst í lok 19. aldar og fram á nútíma. Markmið listans er bæði að skrá villtar plöntur sem finnast í náttúru Íslands og að halda til haga öllum heimildum um slæðinga sem einhvern tíma hafa verið skráðir á þessu tímabili, hvort sem þeir finnast í dag eða ekki.

Nafngiftir í Íslensku Plöntutali eru einkum miðaðar við 7. útgáfu af norsku flórunni sem kennd er við J. Lid, eftir Reidar Elven. Fyrirhugað er að viðhalda þessum lista í framtíðinni á http://floraislands.is/ og uppfæra hann reglulega.

Mynd á forsíðu vefsins er af Maríulykli, Primula stricta, sem finnst aðeins á nokkru svæði frá Hjalteyri og inn fyrir botn Eyjafjarðar. Myndina tók Hörður Kristinsson.

Rétt er að benda á Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar, sem geymir frekari upplýsingar um plöntur listans.

Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af Fjölritinu (PDF-skjal) með því að smella á myndina. Einnig er hægt að panta fjölritin símleiðis í síma 5900500 eða með tölvupósti. Fjölrit 51 kostar kr. 1.700.

Eldri útgáfur af Fjölriti Náttúrufræðistofnunar

Ritstjóri: Margrét Hallsdóttir