Spánarsniglar láta á sér kræla



Skriðlíngresi, Agrostis stolonifera. Ljósm. Hörður Kristinsson

Þann 31. ágúst s.l. fannst spánarsnigill í Salahverfi í Kópavogi og var honum komið til Náttúrufræðistofu Kópavogs, þar sem hann hefur verið hafður gestum til sýnis. Annar snigill fannst svo á Arnarnesi í Garðabæ 13. september og var honum komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands. E.t.v. er þess nú skammt að bíða að sniglunum taki að fjölga og þeir fari að verða til óþurftar í görðum á höfuðborgarsvæðinu.

Það skal ítrekað að landnám spánarsnigla hér á landi er slæm tíðindi og er full ástæða til að mæta þeim af hörku. Æskilegt er að þeir sem ganga fram á þessa stóru rauðu snigla fangi þá og komi þeim til Náttúrufræðistofnunar og leggi þar með til upplýsingar um þróunina.

Nánari umfjöllun um spánarsnigil.