Lífshættir og aðlögun fléttna á Hrafnaþingi

Starri Hreiðmarsson fléttufræðingur á NÍ segir frá lífsháttum og aðlögun fléttna og þróunarsögu sveppa sem mynda fléttur á Hrafnaþingi á morgun miðvikudaginn 11. apríl. Starri mun einnig leita svara við því hve oft þessi eiginleiki hafi þróast með sveppum, en um það eru skiptar skoðanir meðal fléttufræðinga. Hrafnaþing hefst að venju kl. 12.15 í sal Möguleikhússins við Hlemm og lýkur því kl. 13.00.