Frjósöm vötn á Hrafnaþingi

Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi á Hrafnaþingi 25. apríl n.k. og fjallar um tengsl lífríkis við vatna- og jarðfræðilega þætti í íslenskum stöðuvötnum. Sjónum verður sérstaklega beint að lindavötnum en þau eru e.t.v. hvað athyglisverðust íslenskra vatna.

Hrafnaþing hefst að venju kl. 12.15 á miðvikudag og lýkur stundvíslega kl. 13. Það er haldið í Möguleikhúsinu á Hlemmi.