Náttúran tekur völdin á Hlemmi!


Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Hefurðu rekist á hvítabjörn?

Í biðskýli Strætó á Hlemmi verður sett upp örsýning um loftslags­breytingar undir heitinu: „Hefurðu rekist á hvítbjörn?“ og í sal Möguleikhússins flytja þeir Snorri Baldursson og Guðmundur A. Guðmundsson fyrirlestra um loftslags­breytingar og lífið á norðurslóð. Þar verða einnig sýndar þrjár kvikmyndir eftir Magnús Magnússon: um Mývatn, minkinn og fuglamerkingar í 100 ár. Sýningarsalirnir verða opnir til miðnættis og aðgangur ókeypis.

Dagskrá Náttúrufræðistofnunar á Safnanótt:

Kl. 19.00

Hefurðu rekist á hvítabjörn?                                                         Biðskýli Strætó á Hlemmi

                Örsýning um hvítabirni á Íslandi og loftslagsbreytingar opnuð

                Spurningar og svör: Starfsmenn frá NÍ verða á staðnum        

Lokað kl. 24.00

 

Kl. 19.30

Náttúruminjasafn? Já takk!                                                         Hlemmi 3 (gengið inn frá Hverfis­götu)

                Leiðsögn og spjall í sýningarsölum safnsins, kl. 19.30, 21 og kl. 22.30

                Lokað kl. 24.00

 

Kl. 20.30 og kl. 21.30

Loftslagsbreytingar og lífið á norðurslóð                                  Möguleikhúsið, Hlemmi

Stuttir fyrirlestrar og umræður:

                Dr. Snorri Baldursson plöntuerfðafræðingur NÍ

                Dr. Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur NÍ

 

Kl. 20; 21 og 22

Náttúra Íslands í lifandi mynd                                                      Möguleikhúsið, Hlemmi

                Þrjár kvikmyndir Magnúsar Magnússonar:

                kl. 20: Undir smásjánni: Mývatn

                kl. 21: Minkur í náttúru Íslands

                kl. 22: Fuglamerkingar í 100 ár

 

--------------------------

Fleiri viðburðir á Safnanótt:

Safnastrætó

Á Safnanótt er ókeypis í strætó sem stoppar á Hlemmi á 20 mínútna fresti kl. 11–31–51.

Fáið það óþvegið!

Kl. 20 á Safnanótt leggur upp frá Hlemmi fræðsluganga á vegum Árbæjarsafns, Grasagarðs Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að Þvottalaugunum í Laugardal og í Grasagarðinn. Lúðrasveit leikur á Hlemmi á undan göngunni.