Jarðfræðileg fjölbreytni á Hrafnaþingi


Útsýni frá Sveinstindi út yfir Langasjó. Ljósm. Regína Hreinsdóttir.

Jarðfræðileg fjölbreytni er skv. skilgreiningu samspil og breytileiki berggrunns, lausra jarðlaga, landslags og þeirra ferla sem móta þessa þætti. Ýmsum hefur þótt tími til kominn að rétta hlut hinnar dauðu náttúru í umræðum um náttúruvernd og í þeim tilgangi var hugtakið sett fram fyrir um 10 árum í Tasmaníu. Líffræðileg fjölbreytni hefur hins vegar verið í umræðunni um 30 ára skeið.

Í erindinu mun Sigmundur fjalla um kosti þess og galla að beita þessari aðferðafræði við íslenskar aðstæður og reyna að meta hvort það sé yfirleitt heppilegt að troða eftirlíkingu af hugmyndafræði sem snýr að lífríkinu upp á urð og grjót.

Hrafnaþing er öllum opið. Það hefst kl. 12.15 í Möguleikhúsinu á Hlemmi og því lýkur stundvíslega kl. 13.

Meira um erindi Sigmundar.