Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Hvítabjörninn vekur mikla athygli vegfarenda á Laugaveginum og hér má sjá hjólreiðamann virða hann fyrir sér á Safnanótt. Ljósm. Erling Ólafsson. „Spor“ eftir hvítabjörn leiddu menn frá biðstöðinni á Hlemmi í Möguleikhúsið og í sýningarsali NÍ. Ljósm. Erling Ólafsson.

Á milli sex og sjöhundruð manns komu gagngert á Hlemm á Safnanótt, gæddu sér á íspinnum og kynntu sér það fræðsluefni sem á boðstólum var. Það var Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis sem opnaði formlega örsýningu NÍ á Hlemmi um hvítabirni á Íslandi og loftslagsbreytingar. Meðal gesta voru hjónin Páll Reynisson og Fríða Ólafsdóttir eigendur Veiðisafnsins á Stokkseyri en þau lánuðu NÍ hvítabjörninn.



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Börnin horfðu agndofa á hvítabjörninn.Ljósm. Anette Meier. Frá opnuninni: Fríða Ólafsdóttir, Magnús Jóhannesson, Jón Gunnar Ottósson og Páll Reynisson. Ljósm. Erling Ólafsson.

Góð aðsókn var einnig í Möguleikhúsið, þar sem Snorri Baldursson og Guðmundur A. Guðmundsson fræddu gesti um loftslagsbreytingar og hvítabirni, en þeir eru orðnir tákn um þá miklu ógn sem lífríki á norðurslóðum stafar af útblæstri gróðurhúsalofttegunda og hækkuðu hitastigi lofthjúpsins. Þar voru einnig sýndar þrjár náttúrulífsmyndir eftir Magnús Magnússon.



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Það var einkum fjölskyldufólk með börn sem heimsótti sýningarsali NÍ við Hlemm. Hér má sjá gesti virða steinasýninguna fyrir sér.Ljósm. Erling Ólafsson. Líkön af hvölum og náhvalstönn vöktu einnig athygli krakkanna.Ljósm. Erling Ólafsson.




Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Ágúst Ú. Sigurðsson gengur frá upplýsingaborða um Náttúrufræðistofnun í sýningarsal.
Ljósm. Anette Meier.
Lovísa Ásbjörnsdóttir og Snorri Baldursson lögðu vegvísa frá Hlemmi að Möguleikhúsi og sýningarsölum. Ljósm. Anette Meier.




Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Hringanóri er meginfæða hvítabjarna. Á sýningunni á Hlemmi er einn slíkur uppstoppaður, reyndar kópur, sem skotinn var á Eskifirði 1985.Ljósm. Anette Meier.



Þorvaldur Þ. Björnsson hamskeri NÍ kemur hvítabirninum fyrir á Hlemmi. Ljósm. Erling Ólafsson

Stundvíslega klukkan sjö á safnanótt var umbúðapappírinn tekin af búrinu á Hlemmi. Ljósm. Anette Meier. Sýnishorn af barmmerkjum sem NÍ gaf út á Safnanótt. Ljósm. Anette Meier.