NÍ á Vísindavöku 2006

Mikill áhugi á geitungum

Náttúrufræðistofnun Íslands kynnti starfsemi sína og geitungarannsóknir á Vísindavöku RANNÍS sem haldin var föstudaginn 22. september 2006 í Listasafni Reykjavíkur. Mikill fjöldi lagði leið sína í bás NÍ og er greinilegt að þessir nýju landnemar vekja ekki bara ótta, heldur líka forvitni og áhuga fólks á öllum aldri.

Markmiðið með Vísindavöku er vekja áhuga almennings á vísindum og auka vitund um starf vísindamanna og mikilvægi þeirra. Þetta er í annað sinn sem Vísindavaka er haldin og var það mál manna að þetta væri vel þegin kynning á því mikla rannsóknastarfi sem fer fram á vísindastofnunum í landinu.

 

Í tilefni Vísindvöku gaf Náttúrufræðistofnun út bækling um lífsferil geitunga, tegundirnar fjórar sem hér hafa fundist, stungur og ofnæmi fyrir þeim.


Fræðslubæklingurinn Geitungar á Íslandi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er í krukkunni?

Gestir gátu unnið til verðlauna með því að geta uppá fjölda holugeitunga í krukku, en þeir voru teknir úr búi í Kópavogi í lok ágúst 2006. Í verðlaun fyrir þann sem komst næst réttri tölu var að sjálfsögðu pöddubókin: Dulin veröld - Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson, skordýrasérfræðing NÍ. Alls bárust 130 tillögur og var vinningshafi sá sem næstur komst réttri tölu.

 


Úr fræðslubás Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Erling Ólafsson

Hvað skyldu þeir vera margir? Ljósm. Erling Ólafsson

 


Holugeitungur til að prenta út og lita