Dverglodduætt (Trichoniscidae)

Almennt

Óvíst er um fjölda tegunda í heiminum en 87 þekktar ættkvíslir, þar af 72 í Evrópu með 430 tegundum. Á Bretlandseyjum eru tegundirnar þó ekki nema 13 talsins. Tegundagreining er afar torveld og getur kostað nákvæma skoðun á strúktúrum á kviðnum, nokkurs konar plötum sem þróast hafa út frá sundfótum krabbadýranna. Á þetta einungis við um karldýr en kvendýr geta verið ógreinanleg með öllu.

Upp til hópa litlar eða dvergvaxnar grápöddur oftast fáeinir millimetrar. Greinileg skil á fram- og afturhluta bolsins. Fálmarar með mjög ógreinilega liðskipta svipu með hárabursta á endanum. Augun eru lítil, oftast þrjú punktaugu, stundum færri eða engin. Halda sig í jarðvegi eða gróðursverði þar sem rakastig er hátt. Stundum mikill urmull saman kominn.

Á Íslandi finnst ein tegund agnarsmá en fjöldinn getur orðið mikill í rökum sverði í skógarbotnum.

Höfundur

Erling Ólafsson 25. janúar 2017.

Biota