Skógarkerfill

Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur víða breiðst út á Íslandi í þéttbýli og í beitarfriðuðu landi til sveita á undanförnum árum. Fram undir 2005 kvað mest að honum í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu en nú er hann einnig orðinn allútbreiddur á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Kerfillinn skýtur stöðugt upp kollinum á nýjum stöðum og er tekinn að setja svip á gróðurfar.

Líffræði skógarkerfils hefur ekki verið rannsökuð hér á landi en talsvert er til af erlendum rannsóknum um tegundina sem læra má af. Á vefsvæði NOBANIS-verkefnisins má lesa á ensku samantekt um vistfræði tegundarinnar (pdf).

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |