Frjómælingar í ágúst

Heildartala frjókorna á Akureyri mældist 1595 frjó/m3 sem er talsvert hærra en í meðalári. Líklega hefðu frjókorn mælst enn fleiri ef frjógildran hefði ekki bilað og þar með ekki talið í átta daga. Grasfrjó voru langalgengust eða 1488 frjó/m3. Súrufrjó mældust 11 daga mánaðarins en fá í hvert skipti.

Í Garðabæ var heildartala frjókorna 300 frjó/m3, sem er undir meðaltali, og voru grasfrjó algengust. Súrufrjó mældust lítið eftir miðjan ágúst.

Frjógildrurnar á Akureyri og í Garðabæ munu standa út september en að öllum líkindum verður mjög lítið um frjókorn það sem eftir er árs á báðum stöðum.

Nánar um frjómælingar

Fréttatilkynning um frjómælingar í ágúst 2016 (pdf)