Skúfönd (Aythya fuligula)

Útbreiðsla

Skúfönd verpur í Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Hún er farfugl að langmestu leyti en nokkur hundruð fugla halda til hér á vetrum, einkum á lindasvæðum suðvestanlands.

Stofnfjöldi

Skúfönd er hér algeng og útbreidd en þó langalgengust á Mývatni. Íslenski stofninn er gróflega metinn 8.000−12.000 pör og þá gert ráð fyrir að 50−67% fuglanna verpi við Mývatn en 5.000−10.000 steggir sáust þar vorin 2005−2015 (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn). Um 700−1.400 steggir sáust á öðrum vatnasvæðum í Þingeyjarsýslu á sama tíma (Yann Kolbeinsson o.fl. 2016) og fjölgaði fuglunum nokkuð samfellt á báðum talningarsvæðunum. 

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,3 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 22 ár.

Skúföndin er það algeng og stofnþróun með þeim hætti að hún er ekki talinn vera í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Skúfönd var ekki í hættu (LC).

Verndun

Skúfönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá skúfönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða skúfönd frá 1. september til 15. mars.

Válisti

Mývatn hefur undanfarinn áratug talist alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir skúfönd (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 13.500 fuglar/birds; 4.500 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 9.000 fuglar/birds; 3.000 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Skúfandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Aythya fuligula in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Vestmannsvatn1 VOT-N_9 B 359 2016 3,6  
Mývatn–Laxá2 VOT-N_11 B 7.056 2006–2015 70,6 A4i, B1i
Öxarfjörður1 VOT-N_12 B 707 2016 7,1  
Úthérað3 VOT-A_3 B 175 2000 1,8  
Alls–Total     8.297   83,0  
1Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data 2Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn/unpubl. data 3Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001

Myndir

Heimildir

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2016. Fuglavöktun í Þingeyjarsýslum 2015. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-1603. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Skúfönd (Aythya fuligula)

Samantekt á Ensku

The Aythya fuligula population in Iceland is roughly estimated 8,000‒12,000 pairs with approximately 70% breeding at Lake Mývatn, a designated IBA for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.