Ráðgjöf

Samkvæmt lögum ber Náttúrufræðistofnun Íslands að leiðbeina um hóflega nýtingu náttúrulegra auðlinda og aðstoða við mat á verndargildi vistkerfa og náttúruminja, áhrifum landnotkunar og mannvirkjagerðar á náttúruna.

Ráðgjafarhlutverk stofnunarinnar er einkum tvenns konar. Annars vegar er um að ræða almenna ráðgjöf um náttúru landsins sem hluti af lögbundinni starfsemi stofnunarinnar, til dæmis til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Hins vegar er um að ræða aðkeypta ráðgjöf að beiðni ýmissa aðila, svo sem orkufyrirtækja, sveitarfélaga og einkaaðila (sjá gjaldskrá). Þar er markmiðið að afla grunngagna um náttúrufar tiltekinna svæða svo unnt sé að leggja faglegt mat á verndargildi vistkerfa og náttúruminja og meta áhrif mannvirkjagerðar og annarrar landnotkunar á náttúruna. Niðurstöður slíkra ráðgjafarverkefna eru gefnar út í skýrslum til verkkaupa.