Gróðurflokkun

Gróður er flokkaður og kortlagður víða um land í tengslum við nýtingu lands og náttúruvernd, ýmiss konar skipulagsvinnu og vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda eða áætlana. Fyrirliggjandi eru yfirlitskort stórra landsvæða og smærri afmarkaðra svæða.

Flokkunareiningar

Gróðurfélag er grunneining gróðurflokkunar og eru gróðurfélög flokkuð í gróðurlendi og gróðursamfélög eftir skyldleika þeirra innbyrðis. Lítt eða ógróið land er flokkað eftir landgerð. Við flokkun og kortlagningu gróðurs er notaður gróðurlykill (pdf).

Gróðurfélag

Gróður er flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum í gróðurfélög og eru þau rúmlega 100 talsins. Gróðurfélag er flokkað eftir og kennt við ríkjandi eða einkennandi plöntutegundir eða tegundahópa. Í gróðurlyklinum eru þær tegundir sem hafa mesta þekju kallaðar ríkjandi. Einkennandi kallast tegundir sem einkenna tiltekið gróðurfélag óháð þekju.

Gróðurlendi

Þegar gróðurfélögum er skipað saman eftir innbyrðis skyldleika verða til stærri flokkunareiningar sem kallast gróðurlendi og eru þau um 20 talsins. Gróðurlendi eru flokkuð eftir ríkjandi og einkennandi tegundum eða tegundahópum en ekki nema að litlu leyti eftir landslagi og myndunarhætti þess. Þannig teljast öll gróðurfélög með ríkjandi mosa í þurrlendi til mosaþembu eða hélumosagróðurs. Gróðurfélög með ríkjandi grös teljast til graslendis jafnvel þó að um sé að ræða grös í valllendi, snjódæld eða á sjávarfitjum. Gróðurlendi innan votlendis eru flokkuð eftir stigvaxandi raka í deiglendi, mýrlendi, flóa og vatnagróður.

Gróðursamfélög

Gróðursamfélag er stærsta einingin sem notuð er við flokkun gróðurs og eru þau sjö talsins. Þau eru aðallega flokkuð eftir undirlagi og myndunarhætti en einnig vaxtarformi plöntutegunda og gróðurlendum. Gróðurlendum er skipað saman innan hvers gróðursamfélags eftir sameiginlegum eðlis- og landfræðilegum þáttum. Sem dæmi er gróðurlendunum lyngmóa, fjalldrapamóa, víðimóa, þursaskeggs- og sefmóa, starmóa og fléttumóa skipað saman í gróðursamfélagið mólendi. Gróðurlendin deiglendi, mýri, flói og vatnagróður tilheyra gróðursamfélaginu votlendi.

Gróðursamfélögin eru:

  • Moslendi

    Moslendi

    Mosar þekja meira en helming af heildargróðurþekju landsins en æðplöntur eru strjálar. Lífrænn jarðvegur er yfirleitt lítill. Moslendinu tilheyra annars vegar mosagróður, en þar eru gamburmosar (Racomitrium spp.) ríkjandi, og hins vegar hélumosagróður, sem er snjódældagróður. Einkennistegundir í hélumosagróðri eru mosar af ættkvíslinni Anthelia.

     

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |