Veiðivötn
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.


Veiðivötn.
Mörk
Vatnaklasi suðvestan við Vatnajökul, á milli Þórisvatns og Tungnaár. Norðvesturmörkin liggja frá Drekavatni um Vatnaöldur að Tungnaá norðan Irpuvers og fylgja ánni suðvestan Snjóöldufjallgarðs að Klakkafelli.
Stærð
227,8 km2
Hlutfall lands: 78%
Hlutfall fersks vatns: 22%
Svæðislýsing
Fagurt og sérkennilegt landslag í um 600 m h.y.s. sem mótað er af eldvirkni. Fjöldi vatna sem mörg hver eru í gömlum eldgígum og er land nokkuð vel gróið næst þeim, en annars er svæðið mikið til gróðursnautt. Mosar eru ríkjandi. Skötuormur, stærsti hryggleysingi sem finnst í ferskvatni hérlendis, lifir þarna í tjörnum. Svæðið er afar vinsælt til stangveiða og og einnig eru netaveiðar stundaðar af veiðiréttarhöfum.
Forsendur fyrir vali
Fjölskrúðugt fuglalíf og ná himbrimi og húsönd alþjóðlegum verndarviðmiðum á varptíma og eins húsönd að vetri.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Himbrimi | Varp | *19 | 2016 | 4 |
Húsönd | Varp | 25 | 2013 | 1 |
Húsönd | Vetur | 58 | 1977 | 3 |
*Þekkt óðul |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Veiðivötn.
Ógnir
Ferðamennska og silungsveiði.
Aðgerðir til verndar
Setja reglur um umgengni við viðkvæm búsvæði fugla og draga úr netadauða á himbrimum.
Núverandi vernd
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Veiðivötn | 707 |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018.