Akranes
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.


Frá Akranesvita.
Mörk
Fjörur vestast á Skipaskaga við Akranes, frá hafnarmynni suður fyrir Vesturflös, Sölvasker og Suðurflös.
Stærð
1 km2
Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 33%
Hlutfall sjávar: 66%
Svæðislýsing
Í fjörunni vestur af Akranesi er talsverð brimasemi vestast á Suður- og Vesturflös, en víðast hvar er mun skýlla vegna aðliggjandi grynninga og flæðiskerja. Fjörubeðurinn er glufóttur og úfinn. Fjörusvæðið er utan við Akraneshöfn með tilheyrandi skipaumferð.
Forsendur fyrir vali
Svæðið er ríkt þangi, fjörupollum og glufóttur fjörubeðurinn fóstrar fjölskrúðugt lífríki. Á svæðinu er einnig klóþangsklungur sem kortleggja þarf betur.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Fjara | Fjörupollar* | 0,27 | 3 |
Fjara | Klóþangsklungur | 0,07 | <1 |
*Sérstök fjörusvæði |
Ógnir
Mengun og rask vegna hafnar og tilheyrandi starfsemi.
Aðgerðir til verndar
Takmarka frekari landfyllingar.
Núverandi vernd
Engin
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018.