Skjálfandafljót ofan Aldeyjarfoss

VOT-N 14

Hnit – Coordinates: N65,15287, V17,43187
Sveitarfélag – Municipality: Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 170.000 ha

Þetta svæði nær til vatnasviðs Skjálfandafljóts ofan Aldeyjarfoss. Vesturmörkin eru vatnaskil Fnjóskár og Skjálfandafljóts norður fyrir Mjóadal. Austurmörkin liggja austan við Langadrag og Marteinsflæðu að sunnan og þaðan til norðausturs að Suðurá austan við Svartárvatn. Syðsti hlutinn er fjalllendi með kvíslum en norðan Fljótshnjúks hafa kvíslarnar sameinast í einn farveg í Skjálfandafljóti sem fellur síðan eftir þröngum dal til byggða. Upp af árdalnum ganga nokkrir dalir til suðurs inn á hálendið. Dalbotnarnir eru sums staðar vel grónir en auðnir eru víða og syðst og austast eru sandorpin hraun (Borgþór Magnússon o.fl. 2009). Skarast að hluta til við Vatnajökulsþjóðgarð.

Mjög mikið heiðagæsavarp er við Skjálfandafljót og þverár þess (um 4.700 pör árið 2002) og telst það alþjóðlega mikilvægt.

Lítill hluti þessa svæðis er á náttúruminjaskrá, Laufrönd og Neðribotnar.

Helstu fuglategundir við Skjálfandafljót ofan Aldeyjarfoss – Key bird species in upper Skjálfandafljót*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Heiðagæs Anser brachyrhynchus Varp–Breeding 4.724 2002 5,7 A4i, B1i
*Byggt á Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri Heiðmarsson 2009. Vistgerðir á miðhálendi Íslands: Skjálfandafljót. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09009. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

English summary

The upper Skjálfandafljót watershed, N-Iceland, hosts internationally important numbers of breeding Anser brachyrhynchus (4,724 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri Heiðmarsson 2009. Vistgerðir á miðhálendi Íslands: Skjálfandafljót. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09009. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.