Skarðsfjörður

FG-A 6

Hnit – Coordinates: N64,26264, V15,09779
Sveitarfélag – Municipality: Hornafjörður
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 5.000 ha

Skarðsfjörður er fremur grunnt sjávarlón austast í Nesjum í Hornafirði, með miklum leirum og sjávarfitjum. Til þessa svæðis telst einnig Hornafjarðarós og Austurfjörur, ásamt grunnsævi, frá ósnum að Stokksnesi. Skarðsfjörður er mjög mikilvægur á fartíma og fara þar væntanlega um tugþúsundir fugla. Jaðrakan (1.010 fuglar) nær alþjóðlegum verndarviðmiðum og hugsanlega fleiri tegundir. Um 7.000 tjaldar hafa sést þar samtímis, hátt í 10.000 lóuþrælar, yfir 2.000 sandlóur og 1.000 stelkar. Æðarfuglar í fjaðrafelli ná einnig alþjóðlegum viðmiðum (um 30.000 fuglar) sem og sendlingur að vetri til (1.000 fuglar).

Skarðsfjörður er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá. Ósland við Höfn var friðlýst sem fólkvangur árið 1982.

Helstu fugltegundir í Skarðsfirði – Key bird species in Skarðsfjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Æður1 Somateria mollissima Fellir–Moult 30.000 1980 3,6 A4iii, B1i, B2
Sendlingur2 Calidris maritima Vetur–Winter 1.000 2011 2,0 A4i, B1i
Jaðrakan3 Limosa limosa Far–Passage 1.010 1999–2002 2,5 B2
1Arnþór Garðarsson 1982. Endur og aðrir vatnafuglar. Í Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 77–111. Reykjavík: Landvernd.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar IINH, mid-winter counts.
3Regína Hreinsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson 2006. Gróður og fuglalíf á rannsóknasvæði fyrirhugaðrar vega- og brúargerðar við Hornafjarðarfljót. Náttúru­fræðistofnun Íslands, NÍ-06015. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

English summary

Skarðsfjörður coastal lagoon, SE-Iceland, is an internationally important staging site for Limosa limosa (1,010 birds) as well as a moulting area for Somateria mollissima (30,000 birds) and a wintering site for Calidris maritima (1,000 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer