Funga Íslands - Sveppir

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1994.

Samstarfsaðilar

Helgi Hallgrímsson.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Skrásetja tegundir og útbreiðslusvæði sveppa á Íslandi. Safna upplýsingum um sveppi og búsvæði þeirra. Safna sýnum af sem flestum tegundum til varðveislu í sveppasafni Náttúrufræðistofnunar. Fylgjast með landnámi sveppa í Surtsey og hvernig funga íslenskra skóga þróast er skógarreitir eldast. Taka þátt í samstarfi norrænna sveppafræðinga um útgáfu og uppfærslu ritsins Funga Nordica hvað varðar fungu Íslands.

Nánari upplýsingar

Sveppir

Niðurstöður

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2021. Plómusveppur, Tricholomopsis rutilans, fúasveppur á barrviði, breiðist út á höfuðborgarsvæðinu. Skógræktarritið 2021 (2): 25–28.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2021. Gulur, rauður, grænn og grár. Toppur og hnúfur, litskrúðug funga léttbeitts úthaga í hlíð mót austri í Svarfaðardal í Eyjafirði. Ágrip erindis haldið á Líffræðiráðstefnunni 2021 í húsi Íslenskrar erfðagreiningar þann 14. október 2021. http://biologia.is/files/agrip_2021/E1.html

Funga Nordica: Agaricoid, boletoid, clavarioid, cyphelloid and gastroid genera. 2012. Copenhagen: Nordsvamp. 1083 bls.

Funga Nordica: Agaricoid, boletoid and cyphelloid genera. 2008. Copenhagen: Nordsvamp.

Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2004. Íslenskt sveppatal I. Smásveppir (pdf, 1,6 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 45. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur.