29. mars 2006. Rannveig Ólafsdóttir: Hvað var Ari að hugsa? Hitastig og útbreiðsla skógar- og gróðurþekju á Íslandi

29. mars 2006. Rannveig Ólafsdóttir: Hvað var Ari að hugsa? Hitastig og útbreiðsla skógar- og gróðurþekju á Íslandi

Nýr Söguatlas kom út á síðasta ári og vakti verðskuldaða athygli og talsverðar umræður. Sérstaka athygli fékk umfjöllun höfunda Söguatlasins um útbreiðslu gróðurs við landnám en þeir styðjast við fjölmargar rannsóknir bæði úr hug- og raunvísindum. Meðal annars vitna þeir í rannsóknir Rannveigar Ólafsdóttur, landfræðings við Háskóla Íslands en þær byggja á líkanaútreikningum á sambandi hitastigs og útbreiðslu skógar- og gróðurþekju hér á landi. Skiptar skoðanir voru um þessar niðurstöður og forsendur útreikninga.

Í Hrafnaþingi mun Rannveig fá tækifæri til að svara þessari gagnrýni og fjalla nánar um rannsóknir sínar á breytingum á ástandi lands í tíma og rúmi. Hún mun einkum fjalla um samband langtíma breytinga í veðurfari og gróðurþekju og gera grein fyrir uppbyggingu og forsendum reiknilíkansins og aðferðafræðinni sem það byggir á. Líkanið var fyrsta skref til að reyna að sameina kerfisgreiningu (system dynamics) og landfræðileg upplýsingakerfi.

Fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar eru opin öllum.