19. október 2005. Sigurður H. Magnússon: NOBANIS-verkefnið um ágengar tegundir í Norður-Evrópu

19. október 2005. Sigurður H. Magnússon: NOBANIS-verkefnið um ágengar tegundir í Norður-Evrópu

Á síðustu öld hafa samgöngur um heiminn batnað verulega og hefur það leitt til mikillar aukningar í flutningum, verslun og ferðamennsku. Þetta hefur valdið því að tegundir hafa verið fluttar, ýmist viljandi eða óviljandi, út fyrir sín náttúrlegu heimkynni til svæða sem áður voru þeim lokuð af líffræðilegum eða landfræðilegum orsökum.

Á síðustu öld hafa samgöngur um heiminn batnað verulega og hefur það leitt til mikillar aukningar í flutningum, verslun og ferðamennsku. Þetta hefur valdið því að tegundir hafa verið fluttar, ýmist viljandi eða óviljandi, út fyrir sín náttúrlegu heimkynni til svæða sem áður voru þeim lokuð af líffræðilegum eða landfræðilegum orsökum.

Fæstar framandi tegundir ná mikilli útbreiðslu af sjálfsdáðum í nýjum heimkynnum. Örfáar verða hins vegar ágengar þegar þær nema ný lönd. Ágengar tegundir geta valdið verulegu tjóni á umhverfi og dregið úr breytileika innan vistkerfa. Nú er svo komið að ágengar tegundir eru á heimsvísu taldar önnur mesta ógnin við líffræðilegan fjölbreytileika, aðeins eyðing búsvæða er talin verri. Á Íslandi hafa ágengar framandi tegundir talsvert látið að sér kveða. Má þar nefna mink, alaskalúpínu, skógarkerfil og mosann hæruburst.

Í erindinu mun Sigurður greina frá NOBANIS-verkefninu (Nordic Baltic Network for Invasive Species) sem Ísland er aðili að. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er samstarfsverkefni Norðurlanda, Eystrasaltslanda, Rússlands, Póllands og Þýskalands. Verkefnið hófst 2004 og mun ljúka 2006. Megintilgangur verkefnisins er að þróa og koma upp neti gagnagrunna með upplýsingum um framandi tegundir í Norður-Evrópu og gera upplýsingar um þær aðgengilegar á veraldarvefnum. Með þessu móti er ætlunin að gera öll samskipti um framandi tegundir auðveldari og skilvirkari í þátttökulöndunum og draga þannig úr hættu á að framandi tegundir valdi verulegu tjóni í þessum heimshluta. Þess er vænst að nýta megi NOBANIS sem viðvörunarkerfi til að finna tegundir sem geta mögulega valdið tjóni berist þær inn á ný svæði og hvaða ráðum megi beita til þess að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum.